Weberstrasse-Kasmírull
  • Home
  • Geitafiða
    • Eyðublað fyrir kembingar
    • Hvernig á að þvo reyfi af geit
    • 2016: Námskeið um fara í geithús og leita sér fiðu
    • Hvernig á að kemba geit
  • Geitafiðu verkefnið
    • Námskeið geitakembing
    • Tvær greinar um geitafiðu og vinnslu
    • Draumur um band
    • Weberstrasse blogg
  • English: Weberstrasse cashmere
  • Weberstrasse blogg

Hvernig á að þvo reyfi af geit.

Það er svosem ekki mikil kúnst að þvo geitareyfi, ef maður kann það. En svo er um margt í henni veröld þó það séu ekki flóknir hlutir eins og að elda mat eða gera við hjól.
Það sem þarf er:
Reyfi af geit
Ullarþvottalögur helst umhverfisvænn
2-3 fötur eða balar
2-3 netpokar, ég hef saumað mína úr gömlum storesum eða blúndugardínum


Eitt reyfi vegur 100-200 g. Ég hef þvegið 1-2 reyfi í 10 l af vatni = 1 fata.

Það er ekki mikil ullarfita í geitafiðu, þess vegna blotna geitur ört ef rignir. Vegna þessa litla fitumagns er gott að nota hóflegt magn af sápulegi.

1. Hreinsa allt lauslegt rusl úr reyfinu eftir bestu getu t.d. hey, hálmur, moð, fræ og skítur.
2. Setja reyfið í pokann.
3. Blandið 38°-40°vatn í fötuna eða balann
4. Bætið í hálfum tappa ( oft mælieining á sápubrúsunum)  af sápu útí vatnið.
5. Setjið netpokann með reyfinu oní vatnið, varlega.
6. Látið liggja í vatninu í korter
7. Blandið vatni ögn kaldara en í fyrstu fötunni, þetta er skovatn 1.
7. Lyftið pojkanum með reyfinu og látið renna af, EKKI vinda eða kreista
8. Setjið ofaní skolvatn 1 og látið liggja í korter
9. Blandið skolvatn 2 ögn kaldara en nr 1.
10. Lyftið pokanum upp úr og látið renna af. EKKI vinda eða kreista.
11. Skolið eins oft og þarf þar til vatnið er sama og hreint eftir skolun.
12. Eftir síðustu skolun kreistiði pokann með reyfinu létt þar til mesta vatnið er runnið úr.
13 Leggið handklæði eða klút á grind t.d. snúrugrind
13. Leggið blautt reyfið á handklæðið/klútinn á grindinni.
14 Leyfið að þorna, tekur 2-3 daga.


Ef þú skilur ekki leiðbeiningarnar skaltu hafa samband við mig.


Anna María Lind Geirsdóttir
Rauðagerði 50, Reykjavík 
weberstrasse[[hja]]outlook.com 
Proudly powered by Weebly
  • Home
  • Geitafiða
    • Eyðublað fyrir kembingar
    • Hvernig á að þvo reyfi af geit
    • 2016: Námskeið um fara í geithús og leita sér fiðu
    • Hvernig á að kemba geit
  • Geitafiðu verkefnið
    • Námskeið geitakembing
    • Tvær greinar um geitafiðu og vinnslu
    • Draumur um band
    • Weberstrasse blogg
  • English: Weberstrasse cashmere
  • Weberstrasse blogg