Weberstrasse-Kasmírull
  • Home
  • Geitafiða
    • Eyðublað fyrir kembingar
    • Hvernig á að þvo reyfi af geit
    • 2016: Námskeið um fara í geithús og leita sér fiðu
    • Hvernig á að kemba geit
  • Geitafiðu verkefnið
    • Námskeið geitakembing
    • Blaðagrein: Að fara í geithús og leita sér fiðu; geitafiða, kembing og vinnsla.
    • Draumur um band
    • Weberstrasse blogg
  • English: Weberstrasse cashmere
  • Weberstrasse blogg

Íslenski geitastofninn í útrýmingarhættu.
​

Velkomin á heimasíðu mína um kasmír, kasmírull eða geitafiðu eins og þel af geit nefnist. Ég heiti Anna María Lind Geirsdóttir og hef áhuga á íslenska geitastofninum og óska þess að hann hverfi ekki af yfirborði jarðar.

Weberstrasse-kasmírull er verkefni mitt, Önnu Maríu Lindar Geirsdóttur,  um að kanna möguleika á nýtingu íslenskrar kasmírullar.
Þetta er ónýtt náttúruauðlind og ein af ástæðunum fyrir að íslenski geitastofninn er í útrýmingarhættu.

Stofninn er gamall og kom til Íslands með landnámsmönnum í kringum árið 870 frá Noregi og kannski frá Skotlandi.
Árið 2020 eru um 1500 geitur á vetrarfóðrum á íslandi en í kringum 1960 voru þær færri en 100.

Til að geitfjárrækt sé áhugverður kostur fyrir bændur þurfa þær að vera arðsamar.  Áður fyrr voru geitur eingöngu haldnar vegna mjólkurinnar. Þær voru kýr fátæka mannsins og þegar Íslendingum fannst þeir ekki vera fátækir lengur og gátu átt kýr var það skömm að hafa áfram geitur.
Geitur sjá mönnum fyrir mjólk, kjöt, húð, stökum, horn og síðast en ekki síst geitafiðu sem er hugðarefnið mitt.
Geitakambar. 
Kambar sem notaðir eru til að kemba fiðuna af geitum eru til sölu hjá mér og hægt er að panta kamba með því að nota eyðblaðið "Sendu mér línu"  neðst á síðunni.  Kambarnir eru eins og litlar hrífur með stuttu handfangi.  

​Næsta sending er á leiðinni að utan  og eftir að verðleggja. Eitthvað hægist á póstsendingum vegna Covid19 faraldurs. 
Picture
Til að láta vinna fiðu í band er best hafa samband við smáspunaverksmiðjurnar Uppspuna eða Ullarvinnsluna Gilhaga 
Picture

Ýmsar síður geitakyns

Erfðalindasetur Íslands 
Geitfjárræktarfélag Íslands 
Framleiðendur geitfjár afurða 
Háafell Geitfjársetur
​Sigrún Helga Indriðadóttir geitabóndi Rúnalista Gallerí
Háhóll geitabú, þar eru að finna uppskriftir að geitakjötsréttum
Hlíðarkistan
​
Proudly powered by Weebly
  • Home
  • Geitafiða
    • Eyðublað fyrir kembingar
    • Hvernig á að þvo reyfi af geit
    • 2016: Námskeið um fara í geithús og leita sér fiðu
    • Hvernig á að kemba geit
  • Geitafiðu verkefnið
    • Námskeið geitakembing
    • Blaðagrein: Að fara í geithús og leita sér fiðu; geitafiða, kembing og vinnsla.
    • Draumur um band
    • Weberstrasse blogg
  • English: Weberstrasse cashmere
  • Weberstrasse blogg