Weberstrasse-Kasmírull
  • Home
  • Geitafiða
    • Eyðublað fyrir kembingar
    • Hvernig á að þvo reyfi af geit
    • 2016: Námskeið um fara í geithús og leita sér fiðu
    • Hvernig á að kemba geit
  • Geitafiðu verkefnið
    • Námskeið geitakembing
    • Tvær greinar um geitafiðu og vinnslu
    • Draumur um band
    • Weberstrasse blogg
  • English: Weberstrasse cashmere
  • Weberstrasse blogg

Draumur um band.

Fyrsta sjal úr fyrstu vélspunnu íslensku geitafiðunni.

Móðir mín, Marita Garðarsson, var svo væn að prjóna sjal úr bandinu svo við sæjum betur hvernig afurð úr afurðinni band væri. Árið var 2012 og hún orðin 85 ára gömul.
Þetta sjal vegur 180 g og er150 cm langt og 43 cm breitt. Haldið áfram niður síðuna til að sjá hvernig þetta þróaðist.
Picture

Handspunnið band

Til að læra á efnið vann ég geitafiðu af 40 geitum í höndunum árið 2010, en ekki allt reyfið af hverri geit, bara í prufu.  Í því verki fóst að kemba skepnuna, þvo reyfið, hæra, kemba og handspinna.  Það var um 8-12 klt. verk að vinna 6-10 af geitafiðubandi.  Mesta vinnan  fór í að hæra, þ.e. að tína strýið úr fiðunni. 


Vélspunnið band: Band sent til Noregs


Í febrúar 2012 sendi ég 5 kg af geitareyfum frá Háafelli til vinnslu hjá Telespinn as í Noregi. Það tók þau nokkrn tíma að vinna úr efninu þar sem það er ekki fyrsta flokks og ýmsir erfiðleikar voru í að finna leið til að spinna nothæft band úr reyfunum. M.a. þurfti að renna reyfunum í gegnum hæringavélina 11 sinnum til að fá hreina fiðu. Það tókst þó að lokum að spinna band og ég fékk það sent til mín og að afhent frá pósti í byrjun ágúst 2012.
Fyrir utan fína kasmír bandið sendu þau mér líka strýið sem hafði verið tekið úr í hæringar vélinni og síðasta affallið úr hæringavélinni. þ.e. stutt fiða og strý sem hafði verið spunnið í band.
Niðurstöður úr þessari vinnslu, samkvæmt vigtun eru í stuttu máli eftirfarandi:

Fínt geitafiðuband: 45% 
Fínt prufuband 7% 
Alls 52% af kasmírbandi
Gróft band þ.e. kasmír blandið strýi 23%
Strý og rusl: 25%


Í janúar 2015 sendi ég 1100 g af geitareyfum frá Háafelli  þar sem ég hafði skilð að hálshár frá síðuhárum. Það gerði ég því ég hafði lesið grein um að  fiðan  væri styttiri á hálsi en á síðu þegar geitin hefur ekki verið ræktuð með lengd fiðunnar í huga.
Það sem gerðist í vinnslunni 2012 var að stutta fiðan var að flækjast fyrir og erfitt var að hæra hana.  Ég fékk þetta einnig staðfest hjá dönskum dýralækni sem ég hitti s.l. vor að fiðan á hálsi væri styttri en af síðu.   
Þetta reyndist afdrifadrík ákvörðun því eingöngu þurfti að renna reyfunum í gegnum hæringarvélina 6 sinnum í stað 11 sinnum í fyrri spunanum! 

Útkoman úr spunanum 2015 var þessi:

Fint geitafiðuband 68%
Strý, rusl, og afgangar af bandi  32%

Einnig höfðu spunakonurnar hjá Telespinn lært betur að meðhöndla geitafiðu og var snarpari snúður á bandinu að þessu sinni og betra band.  

Niðurstöður eftir þessar tvo tilraunaspuna er að það borgar sig að halda síðuhárum aðskildum frá hálshárum. 

Hvað skyldi gera við hálshárin? Þau væri hægt að láta hæra og nota t.d. til flókagerðar. 
Picture
Picture
Anna María Lind Geirsdóttir
Rauðagerði 50, Reykjavík 
weberstrasse[[hja]]outlook.com 
Proudly powered by Weebly
  • Home
  • Geitafiða
    • Eyðublað fyrir kembingar
    • Hvernig á að þvo reyfi af geit
    • 2016: Námskeið um fara í geithús og leita sér fiðu
    • Hvernig á að kemba geit
  • Geitafiðu verkefnið
    • Námskeið geitakembing
    • Tvær greinar um geitafiðu og vinnslu
    • Draumur um band
    • Weberstrasse blogg
  • English: Weberstrasse cashmere
  • Weberstrasse blogg