Weberstrasse-Kasmírull
  • Home
  • Geitafiða
    • Eyðublað fyrir kembingar
    • Hvernig á að þvo reyfi af geit
    • 2016: Námskeið um fara í geithús og leita sér fiðu
    • Hvernig á að kemba geit
  • Geitafiðu verkefnið
    • Námskeið geitakembing
    • Tvær greinar um geitafiðu og vinnslu
    • Draumur um band
    • Weberstrasse blogg
  • English: Weberstrasse cashmere
  • Weberstrasse blogg

Geitafiðuverkefnið

Næst á dagskrá í kasmír eða geitafiðuverkefninu er að senda 1 kg reifa af 10 - 15 geitum til vinnslu og fá band. Að þessu sinni mun ég eingöngu senda búkhár. Ég ætla að athuga hvort að það gengur betur að spinna úr þeim heldur en blöndu af háls og búkhárum. En við spunann árið 2012 þá reyndist erfitt að láta lyppuna/lopann hanga saman því of mikið var af stuttum hárum þ.e. 1-3 cm löng en góð geitafiða á að vera 4 vm löng.

Kasmírverkefnið

Til að geitafiða geti talist kasmír verður þvermál háranna að vera innan 18 µm (míkrómeter)   og vera lengri en 35 mm.  Best er ef hárin eru 13-16 µm að þvermáli og 40-50 mm löng.  Ég hef sent hárasýni til mælingar af geitum á Háafelli í Hvítársíðu til The Fibre Lab í Aberdeen i Skotlandi.  Meðaltal þvermáls 24 sýna  var 16.65 mµ þar sem fínast mældist 13,9 µm og grófast  16,6 µm.  Meðallengd  16 sýna var 34.25 mm þar sem styst var 32 mm og lengst 55mm.
Ég var með geitafiðuverkefni í gangi í samvinnu við Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur bónda á Háfafelli.  Það hófst í janúar 2010 vegna undarlegra tilviljana sem ekki verða raktar hér.
Til að safna geitafiðu af geitum eru þær kembdar.  Þær ganga úr hárum að vori fram eftir sumri og er það tímabilið sem við kembum við þær.  Huðnur byrja að ganga úr reyfum eftir burð en geldneyti í apríl.  Ég keypti kamba frá Englandi sem eru sérstaklega ætlaðir til þess að kemba fiðu af geitum með.  Þeir kallast Perth kambar og virka vel.  

Við tjóðrum geitina sem við ætlum að kemba við garða og svo fer það eftir aldri, reynslu og karakter viðkomandi geitar hvernig henni líkar kembingin.  Maður byrjar á því að kemba hálsinn að framanverður niður að bringu og færir sig svo aftur með búknum.  Við höfum safnað hárunum í poka búna til úr maíssterkju  þar sem þeir anda og eru hæfilega litlir fyrir það magn sem kemur af einni geit.  Við merkjum pokana með nafni viðkomandi geitar til að geta haldið utanum magnið sem kemur af hverri geit.  Allt er fært til bókar.  Af hverri geit koma um 100-200 g af hárum. Það má reikna með að 50% af því magni er  nothæf geitafiða.   

Stærsti kasmírframleiðandi heims er Kína og ekki hægt að keppa við þá.  Í leit minni að upplýsingum kynntis ég  geitabónda  í Devon á suður Englandi sem er með kasmírgeitur, Lesley Prior.  Hún er með stærsta kasmírgeitabú á Englandi, Devon Fine Fibres.  Hún hefur veitt mér mikið af upplýsingum í þessu ferli s.l. ár.  Hún er með  geitur sem eru af Scottish cashmere goat stofninum þ.e. þær  sem eru skyldar íslensku geitunum.  Hún tjáði mér að verkefnið hefði runnið út í sandinn því ekki hefði verið stutt við þá bændur sem áttu að nytja geitafiðuna á  Bretlandseyjum. 

Með ræktun er hægt að auka magn fiðu á geit en íslenski geitastofninn hefur meira og minna gengið sjálfala í langan aldur og aldrei verið ræktaður með háranyt í huga.  Stofninn er vel hærður af náttúrunnar hendi  og gæti orðið arðbær kasmír stofn ef vel er ræktað og unnið. 
En það sem er brýnast núna varðandi geitarækt á Íslandi er að minnka skyldleikarækt stofnsins og nýta sér hafrasæðingar sem standa til boða.  Íslenska geitin er eini íslenski bústofninn sem telst vera í útrýmingarhættu en það telst vera ef  færri en 1000 kvendýr eru í stofni sjá hér 
Picture
Anna María Lind Geirsdóttir
Rauðagerði 50, Reykjavík 
weberstrasse[[hja]]outlook.com 
Proudly powered by Weebly
  • Home
  • Geitafiða
    • Eyðublað fyrir kembingar
    • Hvernig á að þvo reyfi af geit
    • 2016: Námskeið um fara í geithús og leita sér fiðu
    • Hvernig á að kemba geit
  • Geitafiðu verkefnið
    • Námskeið geitakembing
    • Tvær greinar um geitafiðu og vinnslu
    • Draumur um band
    • Weberstrasse blogg
  • English: Weberstrasse cashmere
  • Weberstrasse blogg