Weberstrasse-Kasmírull
  • Home
  • Geitafiða
    • Eyðublað fyrir kembingar
    • Hvernig á að þvo reyfi af geit
    • 2016: Námskeið um fara í geithús og leita sér fiðu
    • Hvernig á að kemba geit
  • Geitafiðu verkefnið
    • Námskeið geitakembing
    • Tvær greinar um geitafiðu og vinnslu
    • Draumur um band
    • Weberstrasse blogg
  • English: Weberstrasse cashmere
  • Weberstrasse blogg

Geitafiða hvað er nú það?

Geitakambar til sölu

Picture
Geitakambar til sölu. Bandarísku Sullivan's geitakambarnir eru þarfaþing þegar geiturnar fara úr fiðunnu á vorin. Fiðan er verðmætt hráefni.
Ég er með til sölu bandarísku Sullivan's geitakambana. Sendi hvert á land sem er eða kaupendur geta sótt hjá mér í Reykjavík. 
Verð 5500 krónur stykkið. 
Vinsamlega sendið pöntun á netfangið weberstrasse [[hja]] outlook.com

​

Geitur með fiðu og strý

Picture
Íslensk geit á Háafelli, Borgarbyggð

Kasmír heiti öðru nafni geitafiða á Íslensku og hið mjúka hár sem vex á geitinni og er hulið strýi sem er gróft hár líkas togi á kind en grófara. 

Það stóð til í Skotlandi að hefja ræktun á kasmír. Macaylay Institute fluttu in kiðlinga, sæði og fósturvísa frá Síberíu, Nýja Sjálandi. Tasmaní og Íslandi 1986-1989 til að blanda þau með þarlendar villigeitur til að mynda grunninn að Scottish cashmere goat. Sjá hér 

Nú eru stærstu framleiðendur kasmírullar: Kína, Mongólía, Íran, Tíbet og Indland. Evrópski kasmír iðnaðurinn flytur inn hráefnið frá þessum löndum . Það er einnig ræktuð kasmír í Evrópu og Stóra-Bretlandi. Sja Devon Fine Fibres .  Einnig er ræktað kasmír í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Bandaríkjunum.

Í Noregi voru fluttar inn Scottish cashmere geitur og er félag um kasmírgeitur í Noregi sjá heimasíðu félagins




Picture
Blendingsgeitur á Devon fine Fibres búinu í Devon, Englandi

Kasmírull og strý

Picture
Þegar geitin er kembd fæst reyfi með hinu grófa strýi og geitafiðu eða kasmírull. 
Hér til vinstri sést gróft strý, strý og kasmír í bland og neðst á myndinni er kasmír
sem hefur verið hært, þ.e. strýið týnt úr. 

Anna María Lind Geirsdóttir
Rauðagerði 50, Reykjavík 
weberstrasse[[hja]]outlook.com 
Proudly powered by Weebly
  • Home
  • Geitafiða
    • Eyðublað fyrir kembingar
    • Hvernig á að þvo reyfi af geit
    • 2016: Námskeið um fara í geithús og leita sér fiðu
    • Hvernig á að kemba geit
  • Geitafiðu verkefnið
    • Námskeið geitakembing
    • Tvær greinar um geitafiðu og vinnslu
    • Draumur um band
    • Weberstrasse blogg
  • English: Weberstrasse cashmere
  • Weberstrasse blogg