Weberstrasse-Kasmírull
  • Home
  • Geitafiða
    • Eyðublað fyrir kembingar
    • Hvernig á að þvo reyfi af geit
    • 2016: Námskeið um fara í geithús og leita sér fiðu
    • Hvernig á að kemba geit
  • Geitafiðu verkefnið
    • Námskeið geitakembing
    • Tvær greinar um geitafiðu og vinnslu
    • Draumur um band
    • Weberstrasse blogg
  • English: Weberstrasse cashmere
  • Weberstrasse blogg

Hvernig á að kemba geit?

Að kemba geit


Fyrst af öllu þarf að ná sér í geit og eignast kamb.
Í mínu tilfelli hafa það verið geitur í Keldudal í Skagafirði og að Háafelli í Borgarfirði og kambarnir geitakambar. Neðst á þessari síðu má sjá kamba sem ég er með til sölu. 

Geit og kambur:
Náðu geitinni.
Best er að hafa til þess gerðan mjaltar eða kembingarpall sem geitin stendur á til að hægt sé að standa og kemba henni í s.k. réttri vinnuhæð.
Einnig hægt að  tjóðraðu hana við jötu eða annað  og ekki hafa of mikinn slaka á taumnum annars geta orðið vandamál. Þægilegt að sitja á stól við kembinguna, eða á gólfinu. 
Það er mikilvægt að gólfið sé hreint þar sem geitin stendur, enginn skítur og  hvorki hey né hálmur.
Kambarnir sem notaðir eru til verksins líkjast hrífuhausum. Ég er með kamba til sölu og einnig Geitfjársetrið á Háafelli. 


Ég hef byrjað á því að kemba hálsinn þar sem flestum geitum finnst það gott og ef þær eru ekki tilbúnar að láta kemba sig getur þetta verið góð leið til að fá þær að skilja nautnina í því að láta kemba sér.  Ef ætlunin er að láta vinna fiðuna í band þá er lang hagstæðast að skilja að háls og síðu fiðu. 
Ástæðan fyrir þessu er sú að til að vinna kasmírband þ.e. geitafiðuband þá þarf að skilja strýið frá fiðunni. í spunavinnslum og verskmiðjum er hæringar (dehairing en.) vél sem gerir það. Tilraunir mínar á þessu sviði hafa sýnt að ef bæði háls- og síðu fiða er notuð þá þarf að láta reyfin fara a.m.k. ellefu sinnum í gegnum vélina og hver umferð kostar peninga. En þegar ég lét eingöngu vinna síðuhár þá voru umferðirnar sex. Háls fiðan eru styttri og virðast einhvern veginn flækjast fyrir og gera hæringuna erfiðari. 

Þeir sem ætla að senda reyfi út til vinnslu munið að skilja hálsreyfi frá síðureyfi. 

Besta staða fyrir þann er kembir er að láta geitina standa á til þess gerðum palli, sem er smíðaður fyrir geitakembingar, og jafnvel vera tveir um geitina og kemba hana sitt hvoru megin. 


Frágangur reyfanna þegar búið er að kemba: Umbúðirnar þurfa að anda svo reyfin verða ekki rök. Hægt er að nota netpoka, bréfpoka eða maíspoka. 
Ég hef notað maíspoka og notað einn poka undir síðureyfi af einni geit og annan undir hálsreyfið. Ég hef viktað  reyfi af hverri geit og haldið tölunum til haga. Þegar búið er að vikta er hægt að sameina öll hálsreyfi annars vegar og síðureyfi hins vegar í poka eða net. 
Áhugavert að sjá hvað kemur af hverri geit og einnig eru þetta mikilvægar tölur ef/þegar verður farið að rækta íslenskar geitur fyrir geitafiðu. 

Hvert á að senda reyfin?
Það eru til spunaverksmiðjur út um allan heim sem nota vélar framleiddar hjá fyrirtæki sem að heitir Mini Mills og er staðsett í Belfast í Kanada. Þetta eru verksmiðjur sem að geta tekið til vinnslu  minnst 1 kg en til samanburðar má nefna að flestar stórar spunaverksmiðjur taka minnst 100 kg í vinnslu. 
Eftir mikla leit og aðstoð þeirra þá valdi ég að senda reyfin til Telespinn í Noregi. 

Núna árið 2020  eru tvær Mini mill verksmiðjur á íslandi.
Uppspuni er  staðsett í Lækjartúni, Rangárvallarsýslu. Hjónin 
Hulda Brynjúlfsdóttir og Tyrfingur Sveinsson reka smáspunaverksmiðjuna. Uppspuni  hefur tekið við geitafiðu í júní. Best er að hafa samband beint við Uppspuna  um vinnslu á geitafiðu.

​Gilhagi ullarvinnsla  er staðsett við Öxarfjörð, Norður Þingeyjarsýslu. Hjónin Brynjar Vigfússon  og Guðrún Lilja Dam Guðrúnardóttir reka hana. Gilhagi ullarvinnsla hóf starfsemi snemma árs 2020 og best er að hafa samband við þau beint um hvort og hvenær myndi henta að spinna geitafiðu. 




Geitakambar til sölu 

Picture
Ég er með til sölu bandarísku Sullivan's geitakambana. Sendi hvert á land sem er eða kaupendur geta sótt hjá mér í Reykjavík. 
Verð 5500 krónur stykkið. 
Vinsamlega sendið pöntun á netfangið weberstrasse [[hja]] outlook.com
Anna María Lind Geirsdóttir
Rauðagerði 50, Reykjavík 
weberstrasse[[hja]]outlook.com 
Proudly powered by Weebly
  • Home
  • Geitafiða
    • Eyðublað fyrir kembingar
    • Hvernig á að þvo reyfi af geit
    • 2016: Námskeið um fara í geithús og leita sér fiðu
    • Hvernig á að kemba geit
  • Geitafiðu verkefnið
    • Námskeið geitakembing
    • Tvær greinar um geitafiðu og vinnslu
    • Draumur um band
    • Weberstrasse blogg
  • English: Weberstrasse cashmere
  • Weberstrasse blogg